Vefsvæði NTC
Á vefsvæði NTC má finna 5 einingar sem innihalda æfingar sem skal vinna í hóp, flettiefni fyrir sjálfsnám og upplýsingar fyrir heimavinnu.
Efni hverrar einingar hjálpa þér við að læra um efnið og efla þá færni og öryggi sem þarf til að beita því sem verið er að kenna.
Þú getur valið hvaða einingu sem er til að byrja á, eftir því sem hentar. NTC teymið mælir sterklega með því að byrja á kaflanum Stuðningur og mat (eining 1), sem er eins konar grunnur sem hægt er að byggja á.
Þú getur gengið í hóp eða stofnað þinn eigin fyrir þig og aðrar ungar mæður til að aðstoða þær. Í því tilviki verður þú leiðbeinandi og skalt skoða upplýsingarnar sem eru í boði fyrir leiðbeinendur:
Hvernig ferlið virkar
Hér eru meginskref sem skal fylgja
Þessi skref verkefnisins eru:
Ganga í eða sameinast hópi ungra mæðra. Ef þú vilt ekki gerast leiðbeinandi sjálfur er hægt að hafa samband við Einurð og ganga í hóp í gegnum þau.
Hópurinn tekur þátt í ýmsum æfingum og verkefnum um mismunandi efni. Hægt er að skoða það í hverri einingu fyrir sig hér fyrir neðan.
Í hverri einingu má finna flettiefni sem hægt er að nota í sjálfsnámi og er ætlað hverri móður til að skoða á sínum eigin tíma.
Að lokum má finna heimvaverkefni þar sem hver móðir fær nokkrar æfingar eða verkefni til að gera heima til þess að læra meira um efnið og einingar NTC verkefnisins.
Hefjið verkefnið og njótið!
Gakktu í hóp!
Samstarfsaðilar verkefnisins eru um þessar mundir að mynda hópa ungra mæðra til að styðja við þær í öruggu umhverfi. Ef þú vilt læra meira um hópana hafðu samband við Einurð.
Einingarnar
Þegar þú hefur gengið í hóp eða byrjað þinn eigin geturðu nálgast efnið hér:
Stuðningur og mat
Aðalviðfangsefni: tengslamyndun, að mynda samfélag, efla félagsfærni
Ímynd og væntingar
Aðalviðfangsefni: efling gagnrýninnar hugsunar, eyða staðalímyndum, vinna í kynjahlutverkum og þeim staðalímyndum og væntingum gerðum til ungra mæðra
Sjálfsþroski
Aðalviðfangsefni: myndun sjálfsmyndar með hjálp „mæðradagbókar“, andlegar þarfir, mæðrahlutverkið, sjálfsumönnun
Hugsað um barn þitt
Aðalviðfangsefni: skyndihjálp, vitsmunaþroski barna
Skapandi lífsskipulag
Aðalviðfangsefni: lausnamiðun, skapandi hugsun, tímastjórnun