EINING 2

Ímynd og væntingar

Markmið:

  • Vekja athygli á staðalímyndum, sér í lagi þeim sem tengjast móðurhlutverkinu
  • Draga úr áhrifum staðalímynda á ákvarðanatöku og væntingar þátttakenda.
  • Bæta gagnrýna hugsun og greiningu.
HÓPVERKEFNI

Verkefni 1 – Væntingar foreldra
Verkefni 2 – Umheimurinn
Verkefni 3 – Myndband um skynjun

SJÁLFSNÁM

Video – How parents influence Kids’ Gender Roles
PDF – Stereotypes and their background

HEIMAVINNA

Verkefni 1 – Mínar eigin væntingar
Verkefni 2 – Tónlistin innra með mér
Verkefni 3 – Mín eigin staðalímynd

Hópverkefni

Verkefni 1 – Væntingar foreldra

Staðlota: 20-25 mínútur fyrir 12 þátttakendur.

Netlota: 20-25 mínútur fyrir 12 þátttakendur.

Efni

Staðlota: 4 auð blöð, mislitir pennar

Netlota: 4 svæði til að skrifa á í gegnum netið

Markmið

  • Auðkenning staðalímynda tengdum kyni, uppruna og foreldrum
  • Aukin vitund á áhrifum staðalímynda

Undirbuningur: Tilreiða fjögur tóm blöð á stærð við plakat og penna í eins mörgum litum og þátttakendur eru svo allir geti skrifað samtímis. Ef verkefnið er unnið á netinu skal nota tiltæk tól á netinu s.s. Padlet eða Conceptboard, og hafa þar tiltæk 4 blöð.

Lýsing staðlotu

Skref 1: Leiðbeinandi kynnir þátttakendum fyrir auðu blöðunum. Hvert blað stendur fyrir eitthvað ákveðið (5 mínútur).

  • Blað 1: Hvað er maður/kona?
  • Blað 2: Væntingar vegna uppruna
  • Blað 3: Hvað er móðir?
  • Blað 4: Hvað er faðir?

Skref 2: Þátttakendum er skipt í 4 hópa (3 í hverjum hópi). Hver hópur byrjar á ákveðnu blaði (hópur 1 á blaði 1, hópur 2 á blaði 2 o.s.frv.). Hóparnir skulu bæta á blaðið lýsingarorðum, tilfinningum og lýsingu á því hvað einkennir viðfangsefnið. Hér eru nokkur dæmi (dæmin skulu einungis vera notuð sem slík, leiðbeinandi skal ekki hafa setta þau á blöðin).

  • Hvað er kona?
  • Næm, barnseignir, örugg, þrjósk, o.s.frv
  • Væntingar vegna uppruna þíns

Góð/ur í stærðfræði, góð/ur í að elda, hættuleg/ur, skipulögð hjónabönd, o.s.frv.

  • Hvað er móðir?

Ströng, alltaf til staðar fyrir börnin, kvöldlestur, elda mat, o.s.frv.

  • Hvað er faðir

Fyrirvinna, slaka á á kvöldin, áreiðanlegur, þrjóskur, o.s.frv.

Þátttakendur mega skrifa frjálslega hvað þeim finnst vera ætlast til af þeim og þeirra hlutverki eftir þeirra þekkingu og reynslu. Eftir 2 mínútur skal hver hópur skipta um blað og færa sig á næsta.

Skref 3: Þegar allir hópar hafa lagt eitthvað til allra blaðanna skal hver hópur lesa það sem stendur á þeirra plakati upphátt.

Þátttakendur mega þá spyrja spurninga og ræða þær fullyrðingar sem hafa verið settar fram og leiðbeinandi spyr eftirfarandi spurninga:

  • Getur þú speglað sjálfa/n þig í þessum fullyrðingum?
  • Finnst þér þú geta verið skilgreind/ur af þessum fullyrðingum sem persóna?
  • Ert þú eins og fullyrðingarnar segja til um?
  • Hvers vegna heldurðu að ætlast sé til ákveðinni hluta af þessum hlutverkum/fólki?
  • Heldurðu að þessar fullyrðingar séu eins í öðrum löndum?
  • Ef þú gætir bætt við einni fullyrðingu á hvert plakat með einhverju sem þú vildir að hlutverkin væru skilgreind af, hver væri hún?

Lýsing netlotu

Verkefnið er hægt að vinna með aðstoð netsins, t.d. með Zoom, Skype, o.s.frv. Skrefunum er fylgt alveg eins og í staðlotu.

Verkefni 2 – Umheimurinn

Stað- og netlota: 20-25 mínútur fyrir 12 þátttakendur.

MATERIALS

Markmið

  • Auðkenning staðalímynda tengdum foreldrahlutverkinu
  • Athygli vakin á áhrifum staðalímyndum mæðra
  • Bætt sjálfstilvitund og ákveðni í að vinna bug á staðalímyndum.
  • Bætt gagnrýnin hugsun og greining

Undirbuningur: Undirbúið 1-2 myndbönd, bókaútdrætti, 3-4 myndir úr tímaritum EÐA tónlistarmyndbönd til að sýna og ræða í verkefninu eftir því hvað er til taks. Efnið skal sýna tvær ólíkar myndir af móður þar sem önnur er túlkun staðalímyndar.

Dæmi um efni:

Grein á New Yorker um mýtu hinnar fullkomnu móður, Selling the Myth of the Ideal Mother: https://www.newyorker.com/business/currency/selling-the-myth-of-the-ideal-mother

Myndbandið P&G ‘Thank You, Mom’ Campaign Ad: „Strong“ (Rio 2016 Olympics): https://www.youtube.com/watch?v=rdQrwBVRzEg

Plakatið Campbell’s Tomato Juice: https://i.pinimg.com/originals/ea/1f/be/ea1fbe29e28ebc92eb0c1fc0e0c2470e.jpg

Lýsing staðlotu

Skref 1: Leiðbeinandi sýnir þátttakendum fyrst það efni sem á við. Það getur verið myndbandsbrot, tónlistarmyndand, auglýsing úr tímariti o.s.frv. Móður efnisins skal vera stillt upp á klisjukenndan hátt sem staðalímynd (t.d. móðir að leika með dúkkur með dóttur sinni, elda kvöldmat á meðan faðirinn er í vinnu o.s.frv.).

Skref 2: Leiðbeinandinn spyr þátttakendur hvað þeir sjá og ræðir eftirfarandi punkta:

  • Finnst þér þessi mynd sem dregin er upp vera raunsæ mynd?
  • Sérð þú þig og annað fólk sem þú þekkir í þessari mynd?
  • Hvers vegna telurðu að myndin sé dregin fram á þennan hátt?
  • Hvernig myndir þú breyta myndinni svo hún sé raunsærri og þannig þú sjáir þig í henni?

Skref 3: Leiðbeinandi fer í næsta efni og leyfir aftur þátttakendum að lýsa því sem þeir sjá og í þetta sinn spyr hann eftirfarandi spurninga:

  • Er þessi mynd öðruvísi en sú sem var áðan? Á hvaða hátt?
  • Samsamar þú þig frekar þessari mynd sem dregin er upp en þeirri á undan?
  • Hvernig myndirðu breyta myndinni svo hún sé raunsærri og þannig þú sjáir þig sjálfa í henni?

Skref 4: Þetta er endurtekið þar til búið er að fara yfir allt námsefnið. Ef leiðbeininandi hefur meira efni en það sem nefnt er hér að ofan skal gera ráð fyrir meiri tíma í verkefnið.

Lýsing netlotu

Verkefnið er hægt að vinna með aðstoð netsins, t.d. með Zoom, Skype, o.s.frv. Skrefunum er fylgt alveg eins og í staðlotu.

Verkefni 3 – Klippimynd skynjunar og skilnings

Staðlota: 45 mínútur fyrir 12 þátttakendur

Netlota: 45-60 mínútur fyrir 12 þátttakendur

Efni

Lím, autt blað, pennar, gömul tímarit, bækur, auglýsingar o.s.frv.

Markmið

  • Aukið sjálfstraust og meðvitund
  • Komast yfir væntingar fólks með tilliti til staðalímynda og hlutverka

Undirbuningur: Auð blöð, lím, litaðir pennar, tímarit, auglýsingar, bækur (með myndum) sem hægt er að klippa til, skæri

Lýsing staðlotu

Skref 1: Þátttakendum er skipt upp í 3-4 manna hópa. Hver hópur fær skæri, lím, autt blað og efni sem hægt er að fara í gegnum og klippa til (5 mínútur).

Skref 2: Hóparnir eru beðnir um að búa til klippimynd af því sem þeir vilja að fólk sjái þegar það horfir á sig í stað þess sem ætlast er til af þeim. Klippimyndin á því að endurspegla þátttakendurna, þeirra lífsstíl, umhverfi, smekk, áhugamál og skoðanir (30 mínútur).

Skref 3: Hver hópur er beðinn um að kynna sína klippimynd fyrir hinum hópunum og skýra hvers vegna klippimyndin sé eins og hún er (10 mínútur).

Lýsing netlotu

Skrefunum er fylgt með hjálp tækninnar, Zoom, Skype o.þ.u.l.

Skref 1: Leiðbeinandinn skiptir þátttakendum í smærri hópa (hægt að gera þetta með svokölluðum breakout rooms eða með því að hver hópur hefji sitt eigið símtal í 30 mínútur). Að því loknu sýnir leiðbeinandinn hvernig skuli taka skjáskot eða klippa út myndir af netinu.

Skref 2: Hver hópur býr til stafræna klippimynd á netsvæði sem leiðbeinandinn útvegar, eða með því að nota Word, PowerPoint, Paint o.s.frv. Þau geta bætt við skjáskotum og myndum af hlutum sem má finna á netinu. Klippimyndin skal sýna það sem þátttakendurnir vilja að fólk sjái þegar það horfir á sig í stað þess sem ætlast er til af þeim. Klippimyndin á því að endurspegla þátttakendur, þeirra lífsstíl, umhverfi, smekk, áhugamál og skoðanir.

Skref 3: Hóparnir hittast allir aftur í sameiginlegu spjalli þar sem hver hópur kynnir sína klippimynd og útskýrir hvað þau hafa sett saman og hvers vegna hún sé eins og hún er.

Sjálfsnám

Myndband til að velta vöngum yfir staðalímyndum kynjanna: How parents influence Kids’ Gender Roles (Hvernig foreldrar hafa áhrif á hlutverk kynjanna hjá börnum)

Ítarefni– skoða efni hér að neðan, með frekari upplýsingar um staðalímyndir

Heimavinna

Eftirfarandi æfingar má gera sem heimavinnu og beita efninu bæði í verkefnunum sem og í daglegu lífi.

Verkefni 1 – Mínar væntingar

Markmið: Aukið sjálfstraust og meðvitund, Komast yfir hugmyndir um staðalímyndir

Verkefni 2 – Tónlistin innra með mér

Markmið: Aukið sjálfstraust og bætt gagnrýnin hugsun, Komast yfir staðalímyndir og blekkjandi eða villandi fyrirmyndir

Verkefni 3 – Mín persónulega staðalímynd

Markmið: Aukið sjálfstraust og bætt gagnrýnin hugsun, Komast yfir persónulegar staðalímyndir og þær sem hægt er að heimfæra